Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu
Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu.
Á grundvelli 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og 25. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999
1. gr.
Gjöld fyrir félagslega heimaþjónustu eru tekjutengd og eru gjaldflokkarnir þrír. Ákvörðun gjaldflokks miðar við allar skattskyldar tekjur þ.m.t. fjármagnstekjur eins og þær eru samkvæmt skattframtali.
Viðmiðunartekjur í gjaldskrá eru reiknaðar út samkvæmt lífeyrisgreiðslum Tryggingastofnun ríkisins í janúar 2019:
Tekjumörk einstaklings á ári | Tekjumörk hjóna á ári | Gjald á klst |
Undir 3.823.155 | Undir 4.423.155 | 0 |
Milli 3.823.156 - 5.734.733 | Milli 4.423.156 - 6.634.733 | 600 kr |
Yfir 5.734.734 | Yfir 6.634.734 | 850 kr |
2.gr.
Notandi heimaþjónustu greiðir fyrir þrif á heimili en önnur félagsleg heimaþjónusta þ.e. umönnunarþjónusta og félagslegur stuðningur er endurgjaldslaus.
Gjaldskráin er endurskoðuð árlega.
3.gr.
Ákvörðun um synjun á lækkun eða niðurfellingu greiðslu vegna heimaþjónustu má skjóta til úrskurðarnefndar velferðarmála. Skal það gert eigi síðar en þremur mánuðum frá því að viðkomandi barst vitneskja um ákvörðun.