Loka valmynd

Stuðningsþjónusta

Stuðningsþjónusta

Markmið og hlutverk með félagslegri heimaþjónustu eru:

 • Að efla viðkomandi til sjálfshjálpar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsum við sem eðlilegastar aðstæður.
 • Félagsleg heimaþjónusta er fyrir þá sem búa í heimahúsum og geta ekki séð hjálpar­laust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskyldu­aðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar.

Hlutverk félagslegrar heimaþjónustu er að veita:

 • Aðstoð við heimilishald.
 • Aðstoð við persónulega umhirðu. Félagslegan stuðning, innlit, stutt viðvera
 • Aðstoð við umönnun barna og ungmenna þegar um erfiðar fjölskylduaðstæður er að ræða.

Leiðarljós félagslegrar heimaþjónustu skal ávallt vera.

 • Að styrkja sterkar hliðar einstaklingsins til að auka sjálfsbjargargetu, sjálfstæði og auka vellíðan.
 • Að bera virðingu fyrir einkalífi, heimili einstaklings og fjölskyldu hans.
 • Að virða þagnareiðinn.

Félagsleg heimaþjónusta byggir aðallega á eftirfarandi:

 • Að veita þjónustuþega samveru og stuðning.
 • Auka öryggi þeirra sem búa einir og rjúfa einangrun sem hætta er á að verði þegar fólk á erfitt með að ferðast og hafa tengsl við annað fólk.
 • Almenn heimilisþrif.
  Almenn heimilisþrif er stór þáttur í heimaþjónustu. Skipulag og verkefni þarf að skoða í upphafi aðstoðar sem endurskoða þarf reglulega.

Með almennum heimilisþrifum er átt við:

 • Ryksuga og skúra gólf.
 • Þrif á baðherbergjum. Þ.e.a.s. vask, klósett, bað/sturtu og veggi þar í kring.
 • Þrífa vaskaskáp, ísskáp og í kringum eldavél.
 • Afþurkun þar sem þjónustuþegi getur ekki sjálfur komið því við.

Takmörkun herbergisfjölda.
Aðstoð við almenn heimilisþrif takmarkast við þau herbergi sem eru í daglegri notkun þjónustuþega, þar sem t.d. unglingar eða aðrir einstaklingar eru á heimili er ekki þrifið í þeirra herbergjum.

Gardínur og gluggar.

Aðstoð er veitt við þvott á léttari gardínum, s.s. fyrir eldhús- og baðherbergisgluggum.

Þvottur.

Aðstoð skal veitt við þvott í vél og frágang eftir þörfum hvers og eins.

Eldhúsverk.

Matseld og uppvask telst ekki hluti af heimilishjálp nema sérstaklega sé um það samið.

Innkaup og útréttingar.

Starfsfólki heimaþjónustu er óheimilt að aka þjónustuþegum nema um það sé sérstaklega samið.
Komi til þess gerir starfsmaður það á eigin ábyrgð og eiganda ökutækisins.

Innlit og yfirseta.

Með innliti og yfirsetu er átt við að fólk líti við hjá þjónustuþega í stuttann tíma í einu en getur verið oftar en einu sinni í viku. Þetta kemur í veg fyrir einangrun fólks og tryggir öryggi þjónustuþega.

Hvernig er sótt um félagslega heimaþjónustu?

Sækja þarf skriflega um félagslega heimaþjónustu á þar til gerðu eyðublaði.

Umsókn um félagslega heimaþjónustu

Þegar umsókn hefur borist Velferðarþjónustunni er umsækjandi heimsóttur og gert er þjónustumat þar sem haft er að leiðarljósi geta, færni og aðstæður umsækjenda.

Endurmat.

Í upphafi er heimaþjónusta veitt í 3 mánuði, eftir það er gert endurmat. Þegar ljóst er að aðstæður munu ekki breytast er heimilt að samþykkja aðstoð til allt að 24 mánaða í senn. Aðstoðarþörf skal endurmetin reglulega.
Allir þeir sem vinna við félagslega heimaþjónustu undirrita drengskaparheit um þagnaskyldu.

Reglur um félagslega heimaþjónustu

Forstöðumaður heimaþjónustu er: Sigrún Símonardóttir, sími 480-1180