Loka valmynd

Þjónustuteymi

Þjónustuteymi

Fatlað fólk sem hefur þörf fyrir viðvarandi þjónustu félags-, mennta- og heilbrigðiskerfis getur átt rétt á einstaklingsbundinni þjónustuáætlun.

Áætluninni er ætlað að tryggja samfellu og gæði með því að skýra hlutverk og þjónustuveitingu hvers og eins aðila.
Notandi kemur að gerð einstaklingsbundinnar þjónustuáætlunar.

Ráðgjafi skóla- og velferðarþjónustunnar skal eiga frumkvæði að því að einstaklingsbundin þjónustuáætlun sé gerð.
Notandi getur einnig átt frumkvæði að því að áætlun sé gerð með því að ræða við ráðgjafa sinn.

Ráðgjafi skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings vinnur einstaklingsbundna þjónustuáætlun í samvinnu við notanda og samstarfsaðila frá öðrum þjónustukerfum. Í áætluninni koma fram markmið þjónustunnar, hlutverk og samspil ólíkra kerfa og hvernig samskiptum og miðlun upplýsinga skal háttað.

Aðilar sem koma að einstaklingsbundinni þjónustuáætlun mynda þjónustuteymi sem vinnur að markmiðum áætlunarinnar og mætir þörfum notandans fyrir þjónustu. Hafi notandi athugasemdir við framkvæmd eða óski eftir því að gera breytingar leitar hann til ráðgjafa síns hjá skóla- og velferðarþjónustunni.