Loka valmynd

Barnavernd

Barnavernd

Barnavernd

Markmið barnaverndar er að tryggja viðunandi uppeldisskilyrði. Það er gert með því að styrkja uppeldishlutverk fjölskyldunnar og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við. Með börnum er átt við einstakling innan 18 ára aldurs.

Viljir þú tilkynna um aðstæður barns getur þú hringt á dagvinnutíma og fengið að ræða við félagsráðgjafa eða skilið eftir skilaboð til félagsráðgjafa og hann hringir til baka eins fljótt og auðið er.
Einnig er hægt að koma tilkynningum eða fyrirspurnum á framfæri með því að senda póst á netfangið: barnavernd@arnesthing.is.
Eftir lokun skrifstofu og um helgar er neyðartilvikum sinnt í síma neyðarlínunnar 112.

Hægt er að hafa samband í eftirfarandi númer ef málið varðar barn í:

Hveragerði: 483-4000
Ölfusi: 480-3800
Uppsveitum/Flóa: 480-1180 (Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes-og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða-og Gnúpverjahreppur).

Almenningur getur tilkynnt til barnaverndar undir nafnleynd. Barnaverndarstarfsmaður þarf þó ávallt að fá nafn og símanúmer þess sem tilkynnir en heldur þeim upplýsingunum leyndum fyrir þeim sem málið snýr að. Þeir sem hafa afskipti af börnum, svo sem starfmenn leikskóla, skóla, frístunda, heilbrigðisstofnanna o.fl., er skylt að tilkynna til barnaverndar en þessir aðilar geta ekki tilkynnt undir nafnleynd.