Hvað er hægt að gera í barnaverndarmálum
Dæmi um úrræði sem beitt er skv. barnaverndarlögum og lúta að þörfum barna og fjölskyldna eru:
Leiðbeina foreldrum um uppeldi og aðbúnað barns.
Stuðla að því í samvinnu við hlutaðeigandi stofnanir að beitt verði úrræðum skv. öðrum lögum.
Útvega barni/fjölskyldu viðeigandi stuðning og meðferð.
Tilsjónarmaður – aðstoða foreldra við að sinna uppeldiskyldu sinni.
Persónulegur ráðgjafi – ráðgjöf, tómstundir, rjúfa félagslega einangrun.
Stuðningsfjölskylda – taka á móti barni til vistunar ákveðna daga í mánuði.
Aðstoða foreldra eða þungaða konu við að leita sér meðferðar.
Vista barn um skamman tíma utan heimilis á meðferðarstofnun, vistheimili eða fósturheimili.
Ráðstafa barni í fóstur.
Upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi.
Sjá nánar: reglur skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um meðferð barnaverndarmála.