Loka valmynd

Starfsmenn

Starfsmenn

Melkorka Jónsdóttir

melkorka@arnesthing.is
Forstöðumaður

Hrafnhildur

Hrafnhildur Karlsdóttir

hrafnhildur@arnesthing.is
Teymisstjóri og kennsluráðgjafi

Teymsstjóri hefur umsjón með skipulagningu skólaþjónustunnar og stýrir vinnu hennar í samráði við yfirmann.

Hrafnhildur er leikskólakennari og hefur réttindi til að kenna í grunnskóla, framhaldsnám í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á stjórnun menntastofnana. Hún hefur sérhæft sig í kennslu og ráðgjöf vegna barna á einhverfurófi í Sunfield School, í Bretlandi. Starfaði áður í rúm 10 ár á Skólaskrifstofu Suðurlands sem leikskólaráðgjafi þar sem hún sinnti almennri ráðgjöf, sérkennslu- og einhverfuráðgjöf.

Hrafnhildur hefur kennt á fjölda námskeiða ætluðum starfsfólki leik- og grunnskóla og einnig á námskeiðum fyrir foreldra.


Álfheiður Tryggvadóttir

alfheidur@arnesthing.is
Kennsluráðgjafi

Helstu verkefni kennsluráðgjafa skólaþjónustu Árnesþings:
Kennsluráðgjafar veitir ráðgjöf til skólastjóra, kennara og annars starfsfólks leik- og grunnskóla, bæði um inntak og skipulag í þeim tilgangi að efla skólana stöðugt í starfi. Verkefni kennsluráðgjafa felast meðal annars í því að stuðla að samstarfi leik- og grunnskóla á svæðinu og samstarfi einstakra hópa í skólunum t.d. kennara sömu námsgreina. Þeir hafa frumkvæði að verkefnum sem stuðla að sameiginlegum markmiðum skólanna og skólaþjónustu.

Kennsluráðgjafar veita stuðning við skimanir á deildum og í bekkjum eða skimar líðan, náms- og þroskastöðu, námsframvindu, félagsfærni og hegðun. Þeir veita ráðgjöf og handleiðslu um verklag við snemmtæka íhlutun, þ.e. að bregðast fljótt við námslegum, félagslegum og sálrænum vanda hjá börnum og stuðla að kennslu og stuðningi við hæfi í samvinnu við sálfræðing.

Kennsluráðgjafar taka þátt í þverfaglegri aðkomu skóla- og velferðarþjónustu að málefnum einstaklinga, s.s. í teymum um málefni einstaklinga og skilafundum utanaðkomandi stofnana. Þá aðstoða þeir við gerð einstaklingsnámskráa barna og nemenda með sérþarfir eftir óskum þar um og koma að úrlausn bráðamála, eftir aðstæðum og í samvinnu við þá sem málið varðar.

Kennsluráðgjafar liðsinna skólum við áætlanagerð um starfsþróun starfsfólks leik- og grunnskóla og standa fyrir símenntun fyrir allar starfsstéttir skólanna. Einnig er samvinna og ráðgjöf til sveitarstjórna stór hluti starfsins.


Sálfræðingar


Ragnar

Ragnar S Ragnarsson

ragnar@arnesthing.is

Sálfræðingur

Ragnar er löggiltur sálfræðingur og með kennsluréttindi á grunnskólastigi og kennslureynslu í framhaldsskólum. Með M.S. gráðu í hagnýtri sálfræði, með áherslu á hagnýta atferlisgreiningu frá St. Cloud State University.
Hefur starfað sem sálfræðingur frá 1992 að mestu í skólakerfinu en einnig sjálfstætt og innan heilbrigðiskerfisins.


Helstu verkefni sálfræðinga skólaþjónustu Árnesþings:

Helstu verkefni sálfræðinga í Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings eru sálfræðilegar athuganir á leik- og grunnskólabörnum, ráðgjöf til nemenda, kennara og foreldra vegna m.a. hegðunar- og tilfinningavanda, sem og þverfaglegt samstarf um málefni barna í skólaþjónustunni.


Talmeinafræðingar


Harpa Hrönn Gísladóttir

harpa@arnesthing.is
Talmeinafræðingur


Anna Stefanía

Anna Stefanía Vignisdóttir

annastefania@arnesthing.is
Talmeinafræðingur

Anna Stefanía útskrifaðist vorið 2011 frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands í grunnskólakennarafræðum, með áherslu á kennslu yngri barna. Haustið 2014 lauk hún MS prófi í talmeinafræði einnig frá Háskóla Íslands. Námskeið sem Anna Stefanía hefur lokið eru m.a. réttindi á notkun málþroskaprófanna TOLD-2P og TOLD-2I og EFI-2 skimun. Helstu verkefni Önnu Stefaníu hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings eru að sinna hefðbundnum störfum talmeinafræðings s.s veita íhlutun, skipuleggja þjónustu, greina, veita ráðgjöf til foreldra og starfsfólks er varðar tal og mál barna.


Helstu verkefni talmeinafræðinga í skólaþjónustu Árnesþings:

Hlutverk talmeinafræðinga er fyrst og fremst að sinna greiningu og veita ráðgjöf til kennara, foreldra og annarra er koma að barninu.Talmeinafræðingar halda erindi og námskeið um ýmsa þætti er varða mál og lestur. Þeir sinna talþjálfun þeirra barna sem falla undir viðmið sveitafélaga inni í skólum, sé þess kostur. Ávallt er unnið í anda hugmyndafræðinnar um snemmtæka íhlutun þar sem reynt er að átta sig á vandanum eins fljótt og mögulegt er og strax gripið inn í þannig draga megi úr og jafnvel koma í veg fyrir að frekari vandi verði. Gott samstarf talmeinafræðings, kennara og foreldra er algjört lykilatriði til að nemendur nái árangri.


Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir

hrafnhildurhlin@arnesthing.is
Hegðunarráðgjafi

Helstu verkefni hegðunarráðgjafa í skólaþjónustu Árnesþings:

Hegðunarráðgjafi vinnur í anda snemmtækrar íhlutunar. Hann vinnur náið með foreldrum, kennurum og öðrum sérfræðingum í Skóla- og velferðarþjónustu. Hegðunarráðgjafi kemur að máli þegar unnið hefur verið með hegðunarmótandi úrræði í leik- og grunnskóla en þau ekki skilað ásættanlegum árangri. Hegðunarráðgjafi getur einnig veitt ráðgjöf inn á heimilum barna þá ef þörf krefur og vinnur með foreldrum.


Hrafnhildur Hlín er menntaður leikskólakennari og með mastersgráðu í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á áhættuhegðun, forvarnir og lífssýn. Hrafnhildur hefur víðtæka reynslu af starfi sem leikskólakennari og hefur unnið á leikskólum bæði hér á landi sem og í Danmörku. Frá 2018-2020 starfaði hún sem aðstoðarleikskólastjóri í Grafarholti.
Hún er að læra núvitundarkennarann þá með áherslu á núvitund gegn streitu.


Sigurdís Erlendsdóttir

ritari@arnesthing.is
Ritari | Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings