Loka valmynd

Fræðslufundir og námskeið vorönn 2019

Fræðslufundir og námskeið vorönn 2019

Samráðsfundur umsjónarmanna sérkennslu og annarra sem koma að sérkennslu í grunnskóla

23. janúar Kl. 13:30 – 15:30 Grunnskólinn í Þorlákshöfn

Umsjón hafa Hrafnhildur Karlsdóttir og Kolbrún Sigþórsdóttir kennsluráðgjafar. Á fundinum munu sérkennarar og aðrir sem annast sérkennslu í grunnskólum í Árnesþingi kynna verkefni/aðferðir/efni sem hefur skilað góðum árangri í kennslunni. Nánari dagskrá send út síðar.
Ekkert þátttökugjald

Skráning her

Samráðsfundur sérkennslustjóra og annarra sem koma að sérkennslu í leikskóla

24. janúar Kl. 13:30 – 15:30 Leikholt

Umsjón hafa Hrafnhildur Karlsdóttir og Kolbrún Sigþórsdóttir kennsluráðgjafar. Á fundinum munu sérkennarar og aðrir sem annast sérkennslu í leikskólum í Árnesþingi kynna verkefni/aðferðir/efni sem hefur skilað góðum árangri í kennslunni. Nánari dagskrá send út síðar.
Ekkert þátttökugjald

Skráning her

Hvað get ég gert…..við of miklar áhyggjur, reiði, neikvæðni?

11. febrúar 13:30 - 15:30 Grunnskólinn í Hveragerði

Árný Ingvarsdóttir sálfræðingur og annar útgefanda bókanna „Hvað get ég gert …“. Bækur hafa allar verið mikið notaðar í leik- og grunnskólum, í meðferðarstarfi og inni á heimilum. Í erindinu verður fjallað um kvíða, reiði og neikvæðni. Fyrri hlutinn verður fræðilegs eðlis þar sem farið er í helstu raskanir sem geta verið undirliggjandi, einkenni þeirra, orsakir o.s.frv.

Í seinni hluta erindisins verður svo fjallað um hvernig hægt er að vinna með kvíðann, reiðina og neikvæðnina og stuðla að betri líðan barnanna.

Þátttökugjald Kr. 3.500.-

Skráning her

Tengsl málþroska og hegðunar og leiðir til að efla málþroska. Ætlað starfsfólki leikskóla

13. mars 13:30 – 15:30 Óskaland

Umsjón hafa Anna Stefanía Vignisdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir talmeinafræðingar.
Erfiða hegðun leikskólabarna má oft rekja til slaks málþroska. Farið er í einkenni og hvaða aðferðir er hægt að nota til að efla málþroska.

Þátttökugjald Kr. 1.000.-

Skráning her

Einhverfa og hvernig hún getur birst í leik- og grunnskóla

4. apríl 13:30 - 15:30 Þingborg

Umsjón hafa Hrafnhildur Karlsdóttir og Kolbrún Sigþórsdóttir kennsluráðgjafar Farið verður yfir einkennasvið einhverfu; félagslegt samspil, mál og tjáskipti og sérkennilega áráttukennda hegðun.

Fjallað um hvernig þessi einkenni geta komið fram í skólanum og verið hamlandi fyrir nemandann. Útskýrt verður hvernig erfið skynúrvinnsla getur verið truflandi fyrir nemendur á einhverfurófi.

Grunnatriði Skipulagðrar kennslu verða kynnt og hvernig kennarar geta notað leiðir úr kennsluaðferðinni til þess að mæta nemendum á einhverfurófi – í leik- og grunnskólum - í anda skóla án aðgreiningar.

Ekkert þátttökugjald

Skráning her